Eric Rosenberg


Eric Rosenberg

Eric Rosenberg hefur verið félagsmaður í björgunarsveit King-sýslu síðan 1999 þar sem hann hefur stjórnað þjálfunarnámskeiðum og verið stjórnarmaður, og sem stendur er hann stjórnandi þjálfunar í aðgerðastjórnun. Hann hefur tekið þátt í fleiri en 500 björgunaraðgerðum, og í um helmingi þeirra var hann meðal stjórnenda á sviði aðgerða eða skipulagningar. Árið 2016 var Eric meðal stofnenda og stjórnenda skipulagsdeildar björgunarmála í Washington-ríki.

Skipulagsdeild björgunarmála í Washington-ríki: Svæðisbundin úrræði fyrir skipulag flókinna leitaraðgerða.

13 okt. 14:00 - 14:45

Skipulagsdeild björgunarmála í Washington-ríki var stofnuð til að útvega ítarleg úrræði fyrir skipulag leitaraðgerða til að styðja við stjórnunaraðila í neyðartilvikum við langar eða flóknar björgunaraðgerðir.  Á þessum fundi verður lagt fram yfirlit yfir:  Markmið okkar og liðsstyrk og þá þjónustu sem við getum veitt, og einnig dæmi um stuðning okkar við nýlegar leitaraðgerðir.

Helstu hlutverk deildarinnar eru:  Að vinna upplýsingar um neyðaraðstæður í nýtanleg gögn, kynna aðferðir til skipulagningar leitaraðgerða og veita ráðleggingar, tæknileg kortagerðarþjónusta og nýting nýjustu fræðikenninga varðandi leitaraðgerðir til að bregðast við erfiðum leitaraðstæðum.

Deildin býr að teymi sjálfboðaliða sem hafa fengið reynslu af björgunaraðgerðum og eru þrautþjálfaðir í stjórnun og skipulagningu leitaraðgerða.  Við störfum á vegum neyðarstjórnunarstofnunar Washington-ríkis.

Þjónusta skipulagsdeildarinnar getur falið í sér:  Greiningu á neyðaraðstæðum, aðferðir til skipulagningar leitaraðgerða og ráðleggingar, tæknilega kortagerðarþjónustu og nýtingu formlegra fræða á sviði leitaraðgerða.  Þessi stuðningur getur komið fram sem:  Fjarstýrð leitaráætlun sem veitt er stjórnstöð á vettvangi neyðaraðstæðna, aðgerðaáætlun til að bregðast við neyðaraðstæðum eða nýting starfsmanna stuðningsdeildarinnar á vettvangi til að sinna skipulagsaðgerðum.

Dæmi um nýleg verkefni verða meðal annarra:  (1) Leit að týndum göngumanni sem stóð yfir í nokkra mánuði og níu aðgerðatímabil og (2) skipulagning og rekstrarstuðningur deildarinnar við stærstu leit að sönnunargögnum (mannaleifum) í sögu Washington-ríkis.