Einar Eysteinsson


Einar Eysteinsson

Einar hefur starfað með Hjálparsveit skáta í Kópavogi (HSSK) síðan 2005. Á þeim tíma hefur hann starfað með leitarflokk HSSK. Einar er yfirleiðbeinandi í leitartækni hjá Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar en einnig hefur hann gengt stöðu yfirleiðbeinanda í ferðamennsku og rötun, ásamt því að vera umsjónarmaður Útivistarskólans. Einar framkvæmdi tilraunir á leitarsviði við íslenskar aðstæður sumrin 2010 og 2011. Árið 2015 öðlaðist Einar kennsluréttindi á námskeiðinu Hegðun Týndra frá dbS Productions. Síðan þá hefur hann haldið utan um skráningu gagna um hegðun týndra á Íslandi. Einar hefur lokið námi í Grunnskólakennarafræði (B.Ed.) frá Háskóla Íslands, og starfar við kennslu í grunnskóla.

Hegðun týndra á Íslandi - Nýjar tölur

14 okt. 10:30 - 11:15

Í leitaraðgerðum á Ísland hefur verið stuðst við gögn  um hegðun týndra sem byggja á ISRID gagnagrunninum í fjölda ár. Safnað hefur verið gögnum á undanförnum árum, en þó mis mikið. Árið 2010 var kynning á fyrstu niðurstöðum úr þeirri gagnasöfnun á Björgun, nú hafa fleiri útköll bæst við og verður farið yfir helstu niðurstöður, verkferla varðandi gagnasöfnum og framtíðina í þessum málum.