Leit á landi – líkur á fundi


Leit á landi – líkur á fundi
10/13/2018
11:00 AM - 11:45 AM
Silfurberg A
Um fyrirlestur

Leitarfræði- leyfa leiðréttingastuðla til að leiðrétta fyrir tilteknar aðstæður (t.d. að næturlagi) sem geta haft áhrif á leitarsviðsgildi. Leitarfræði spáir fyrir um að þekja sé í hlutfalli við líkur á eftirtekt annað hvort með andhverfum þriðjuveldis ferli [inverse cube curve] eða veldisvísisfalli [exponential function]. Markmiðið er að ákvarða leiðréttingarstuðla í næturleit, notkun innrauðra sjónauka og sannreyna þekjuferilinn.
Skilvirkar leitarsviðstilraunir (Effective Sweep Width experiments) voru gerðar á sama stað með sama viðfang í miðlung sýnileika og fullorðins stærð bæði að degi jafnt sem á nóttu í skóglendi í tempruðu loftslagi. Viðbótar tilraunir skoðuðu áhrif eins, tveggja og þriggja leitarmanna í teymi. Einnig voru settar út vísbendingar á gönguleið í há- og lágsýnileika. Fólk í fatnaði með litlum sýnileika var notað þegar leitað var með innrauðum sjónaukum.
Við fundum út skilvirkt leitarsvið upp á 64 metra að degi til og 22 metra að næturlagi sem er leiðréttingarstuðull upp á 0,34 fyrir leitarviðföng í fullorðinsstærð. Vísbendingar í há- (100% vs 94%) og lág- (83% vs 43%) sýnileika voru sýnilegri að degi til miðað við að næturlagi (P<0.001). Leitarmenn með dauf vasaljós (<200 lux á einum metra) skiluðu árangri með leiðréttingarstuðli upp á 0.5. Notkun innrauðra sjónauka að næturlagi juku leitarsviðið upp í 68 metra. Tveir leitarmenn juku leitarsviðið um leiðréttingarstuðul upp á 1,3 en aftur á móti var ekki að sjá tölfræðilega aukningu með þremur leitarmönnum. Líkur á fundi á móti þekjuteikningu fyrir bæði dag og næturleit féll milli andhverfs þriðjuveldis ferlis [inverse cube curve] og veldisvísisfalls [exponential function]. Viðbótar tilraunir hafa verið gerðar til að rannsaka leiðréttingarferla frá bæði hefðbundinni myndavél jafnt sem innrauðri myndavél á flygildi. Leitarsviðsgildi og mikilvægir leiðréttingarstuðlar verða skoðaðir sem hefur áhrif á leitarmynstur. Þessi staka tilraun fyrir aðeins eina tegund leitarviðfangi sýndi að sjónleit er verulega takmörkuð þegar leitað er að nóttu til. Þekja að degi til virðist stemma við andhverfan þriðjuveldis feril á meðan þekja leitar að nóttu bendir til takmarkaðrar niðurstöðu. Notkun skilvirks leitarsviðs, leiðréttingastuðla og sannreyndra þekjuferla geta leitt til nákvæmara mati á líkum eftirtektar.

Fyrirlesarar